Hreyfing er nauðsynleg
Afhverju að stunda hreyfingu og hvar er best að byrja? Hreyfing er nauðsynleg öllum til að viðhalda líkamlegum styrk sem
Umhverfið er mjúkt en hvetjandi og þú veist að hverju þú gengur þegar þú mætir í Tilveruna.
Með fjölbreyttum tímum og hvetjandi þjálfurum erum við hér til að leiða þig í átt að heilbrigðara lífi.
Við leggjum áherslu á persónulega nálgun. Allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í Tilverunni.
Umgjörð Tilverunnar hvetur þig til að taka skrefin í átt að heilbrigðari lífsstíl sem eykur vellíðan í lífi og starfi.
Tilveran Heilsusetur er lítið og hlýlegt heilsu stúdíó. Í Tilverunni Heilsusetri er leitast við að finna jafnvægi milli líkama og huga og því er umhverfið bæði hvetjandi og slakandi. Mjúk lýsing, jarðlitir og notalegt andrúmsloft sem lætur þér líða vel. Þetta er staður þar sem þú getur slakað á og fært athyglina inn á við jafnt og tekið á því og fært athyglina í líkamann.
Kennarar Tilverunnar eru með fjölbreytta reynslu að baki sér og okkar hugsjón er að sá fræjum heilsu og heilbrigði til allra sem á vegi okkar verða.
Við trúum því að heilsurækt snúi að fleiru en því að láta sér líða vel í eigin skinni. Það er ekki síður mikilvægt að þú upplifir þig velkominn og finnir fyrir stuðningi og hvatningu.
28.900
kr. / mánuðurinn
Áskrift endurnýjast sjálfkrafa nema uppsögn berist fyrir 15. dags mánaðar
Innifalið:
24.900
kr. / mánuðurinn
Áskrift endurnýjast sjálfkrafa nema uppsögn berist fyrir 15. dags mánaðar
Innifalið:
34.900
kr. / 10 tíma kort
Kortið gildir í 24 mánuði frá kaupdegi
Innifalið:
Einkatímar – 15.000 kr./mánaðarkort.
Fyrirtæki- og stofnanir – 12.000 kr./mán pr. einstakling – lágmark 3 mánuðir.
Styrktarþjálfun hefur jákvæð áhrif á líkamsvitund og líkamsbeitingu, dregur úr meiðslahættu og styrkir ónæmis og taugakerfið.
Aukinn liðleikageta dregur úr vöðvaspennu og eymslum og kemur frekar í veg fyrir meiðsli. Hefur áhrif á líkamsstöðu og beitingu sem smitar í allt þitt líf.
Að sinna bandvefslosun eykur endurheimt eftir æfingar þar sem blóðrás til vöðva og vefja verður betri. Vinnur á örvefja myndun og styður við aukna hreyfigetu og vellíðan líkamans.
Öndun í vitund eykur súrefnisflæði líkamans, bætir meltingu og svefn og eykur almenna vellíðan.
Með styrktarþjálfun þá ertu að ýta undir myndun vöðvamassa, bætir beinþéttni og efnaskipti líkamans.
Öndunaræfingar geta hjálpað til við að draga úr einkennum streitu, lækkað blóðþrýsting, og aukið fókus.
Að stunda leiðleikaæfingar eykur hreyfifærni og daglegar athafnir verða auðveldari.
Við verðum skýrari, höfum betri stjórn á tilfinningum okkar, aukum svefngæði, sköpunargáfu og ró í daglegu lífi.
Vilt þú efla tilfinningavitund, sjálfsmat, líkamsímynd og færa þig nær heilbrigði?
Aðalheiður Jensen – Eigandi og yfirþjálfari
Er uppalin á Fáskrúðsfirði og fluttist suður um aldamótin. Hún hefur alla tíð verið tengd inn í íþróttir og byrjaði ung að keppa í frjálsum. Hún leiddist svo í líkamsræktar heiminn eftir að hún varð móðir og tók þátt í ýmsum fitnesskeppnum. Hún er kennari með diplómu í jákvæðri sálfræði frá Hí. Hún er með kennararéttindi í Rope yoga, Yoga barna og unglinga, Barre kennslu sem og diplómu í lífsráðgjöf. Síðustu 6 ár hefur hún starfað sem heilsuráðgjafi og yfirþjálfari hjá heilsurækt í Reykjavík. Hún brennur fyrir því að hjálpa fólki að bæta líkamlega og andlega heilsu sína með öllum þeim verkfærum sem hún hefur sankað að sér í gegnum lífið.
Leyndur hæfileiki: Smiðsauga og að vita allt áður en það gerist.
Eigandi og þjálfari
Þórleif Sigurðardóttir – Yin yoga, Yoga Nidra og Power yoga
Er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún byrjaði snemma að fá áhuga á hreyfingu og dans og
stundaði jazzballet af krafti á unglingsárum. Hún flutti til Danmerkur eftir menntaskólann og lauk
þar námi í útstillingahönnun og fór síðan í auglýsinga hönnunarnám í Florida strax í kjölfarið. Hún kynntist jóga fyrst árið 2009 og fann að þar var eitthvað sem hún tengdi við. Hún lauk kennaranámi í Power yoga og yoga Nidra árin 2022 -2023 og hefur verið að kenna það síðan. Hennar ástríða er að hjálpa fólki að líða vel í líkama og sál og það besta finnst henni að sjá vellíðan í andlitum fólks eftir hvern yoga tíma.
Leyndur hæfileiki: Getur tekið hluti upp af gólfinu án þess að nota hendur og fætur.
Jóga
Íris Ásmundar – Barre
Íris Ásmundar er uppalin í Hafnarfirði, byrjaði þar ung að dansa og vissi strax að dansinn væri hennar griðastaður. Hún flutti til London 18 ára til að stunda nám við Rambert School of Ballet and Contemporary Dance, og útskrifaðist þaðan með first class BA gráðu. Samhliða náminu í London sótti hún einnig kennararéttindi hjá The Barre Collective í London. Hún dansaði síðar með Emergence Postgraduate Dance Company í Manchester þar sem hún öðlaðist MA gráðu í ‘Performance and Professional Practices’. Íris hefur unnið að hinum ýmsu dans – og lista verkefnum, erlendis og á Íslandi, bæði sem dansari og danshöfundur, ásamt kennslu við Listaháskóla Íslands og fleiri staði.
Leyndur hæfileiki; Skrifar ljóð á hinum ýmsu tungumálum
Barre
Afhverju að stunda hreyfingu og hvar er best að byrja? Hreyfing er nauðsynleg öllum til að viðhalda líkamlegum styrk sem
Gulla og Lydía fengu líkamsræktardrottninguna Aðalheiði Jensen í þáttinn. Aðalheiður hefur verið líkamsræktarþjálfari í fjölmörg ár. Fyrst var hún barnajógakennari,
Aðalheiður Jensen þjálfari er leikskólakennari í grunninn. Hún lærði Rope Jóga og lífsráðgjafann hjá Guðna Gunnarssyni heilsu- og lífsráðgjafa og
Ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að hafa samband við okkur.
Nóg pláss og gott að koma með barnavagna inn anddyri Tilverunnar. Hægt að hafa opið fram í anddyri og raða vögnum á pallinn þar fyrir utan.
Það eru max 15 iðkendur í tíma, færri í dansmeðferðar tímana.
Já það eru tímar sérstaklega fyrir iðkendur sem kjósa Rope yoga tíma og bætum einnig léttum TRX styrktaræfingum inn í þá iðkun. Einnig er boðið upp á Rope yoga í öðrum námskeiðum samhliða öðrum áherslum.
Það eru yoga kubbar á staðnum sem og teppi en það er gott að koma með púða með sér í slíka tíma.
Það er ein sturta á staðnum fyrir iðkendur sem vilja taka snögga sturtu og sundlaug Garðabæjar stutt frá fyrir iðkendur sem vilja enda heilræktina þar.
-20. desember kl. 12 –
Pop up tími í Barre tími í Tilverunni með Írisi Ásmundardóttur. Tíminn er ókeypis fyrir alla. Aðeins 14 pláss í boði!