Afhverju að stunda hreyfingu og hvar er best að byrja?
Hreyfing er nauðsynleg öllum til að viðhalda líkamlegum styrk sem og viðhalda góðri andlegri líðan. Aukinn vöðvamyndun, aukinn liðleiki og betri hreyfigeta eru þættir sem munu ávallt koma þér nær heilbrigði.
Hreyfing þarf ekki að taka langan tíma úr deginum til þess að vera áhrifarík. Það er gott að setja sér þann ásetning að hreyfa sig eitthvað á hverjum degi.
Ef þú hefur t.d. aðeins 20 mínútur aflögu að nýta þær til þess að taka nokkrar æfingar sem auka hjartsláttinn, liðka eða styrkja eða einfaldlega fara í göngutúr þar sem þú nærð að hreyfa líkamann, anda að þér fersku lofti sem og hreinsa hugann eftir amstur dagsins.
Þegar við hreyfum okkur þá erum við að örva myndun endorfíns sem er það hormón sem kveikir á vellíðunar tilfinningunni sem við finnum oft vel fyrir eftir hreyfingu. Að auki verður svefninn betri, hugurinn skýrari og við verðum orkumeiri við reglulega hreyfingu.
Ef þú vilt félagsskap finndu þér æfingafélaga því oft gefur það manni kraft að hafa stuðning frá öðrum
Byrjaðu smátt, hreyfðu þig þrátt fyrir að hafa stutta stund
Finndu hreyfingu sem höfðar til þín og þér finnst skemmtileg
Settu raunhæf markmið og fagnaðu öllum litlum sigrum