Skilmálar
- Heim
- Skilmálar
Tilveran heilsusetur
Tilveran Heilsusetur kennitala 650624-2700 og kaupandi gera með sér samning við kaup á námskeiðum hvort sem um ræðir mánuð, þrjá mánuði, eða aðra tíma og viðburði innan Tilverunnar. Kaup á aðgangi eru endanleg. Allar upplýsingar á vefnum okkar eru birtar með fyrirvara um villur og / eða breytingar.
Iðkendur æfa á eigin ábyrgð í Tilverunni og bera sjálfir ábyrgð á eigum sínum og verðmætum. Ef iðkandi er meiddur, veikur eða að upplifa ástand sem hefur áhrif á æfingar þá er það á ábyrgð iðkandans að tilkynna þjálfara það svo hægt sé að taka tillit.
Námskeið, opnir tímar og klippikort
Taka gildi við fyrsta tíma kaupanda og eru ekki framseljanlegir til þriðja aðila, nema með leyfi frá Tilverunni.
Veikindi og meiðsl
Þegar iðkandi skráir sig á námskeið er hann að kaupa námskeið sem vöru. Komi til þess að iðkandi geti ekki nýtt hluta af námskeiðinu sökum veikinda eða meiðsla er það tekið til skoðunnar og metið af þjálfara og iðkanda í sameiningu. ATH, Námskeið eru ekki endurgreidd en hægt er að semja um inneign á námskeiði síðar meir ef þú afbókar þig með 24. Klst fyrirvara.
Endurgreiðslur
ATH, Námskeið eru ekki endurgreidd en hægt að semja um inneign á námskeiði síðar meir ef þú afbókar þig með 24. Klst fyrirvara. Ef verð hefur hækkað í millitíðinni þá ber iðkanda að greiða mismuninn.
Niðurfelling tíma
Fyrirvari er gerður um breytingar á stundatöflu og hægt er að fylgjast með stundatöflu á heimasíðu Tilverunnar. Tilveran hefur heimild til að leggja niður tíma/námskeið ef þátttaka er lítil og mun auglýsa það á heimasíðunni sem og senda tölvupóst á skráða iðkendur.
Opnir tímar
Ef iðkandi ætlar að mæta í opinn tíma þarf að skrá sig inn á heimasíðu Tilverunnar. Ef tíminn er fullur þá hefur þjálfari heimild til þess að vísa iðkanda frá ef sá hinn sami er ekki skráður í tímann.
Trúnaður
Allar upplýsingar sem kaupandi gefur upp við kaup á námskeiði, stökum tímum og klippikortum er bundið trúnaði og verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Breytingar
Tilveran áskilur sér réttt til þess að breyta reglum og skilmálum án fyrirvara. Öll verð á síðunni eru í Íslenskum krónum og eru birt með fyrirvara um prentvillur. Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendurTilveran Heilsusetur á grundvelli ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.