Skilmálar
- Heim
- Skilmálar
Tilveran heilsusetur
Tilveran Heilsusetur kennitala 650624-2700 og kaupandi gera samning um kaup á kortum, hvort sem um er að ræða tveggja vikna passa, áskrift, 10 tíma kort eða aðra viðburði innan Tilverunnar. Kaup á aðgangi eru endanleg. Allar upplýsingar á heimasíðu okkar eru birtar með fyrirvara um villur og/eða breytingar.
Iðkendur æfa á eigin ábyrgð í Tilverunni og bera ábyrgð á eigum sínum og verðmætum. Ef iðkandi slasast, veikist eða er með meiðsl eða stoðkerfisvanda er það á ábyrgð iðkandans að láta þjálfara vita svo að hægt sé að taka tillit til þess.
Áskriftir, tveggja vikna passar, 10 tíma kort og aðrir viðburðir: Ef þú kaupir áskrift hjá Tilverunni verður skuldfært af korti eða reikningur sendur sjálfkrafa í einkabankann 2. hvers mánaðar. Áskrift er bindandi út tímabilið og er haustönn frá ágúst -des og vorönn frá janúar-júní. Tilveran lokar í a.m.k tvær vikur yfir jól og a.m.k mánuð yfir sumartímann. A.T.H – Skilmálar eru bindandi og ekki er boðið upp á frystingu á kortum. Ef iðkandi slasast eða veikist sem gerir það að verkum að hann getur ekki nýtt kortið sitt þá tölum við saman og finnum farsæla lausn.
Kort og áskriftir verða gild strax við kaup og eru ekki framseljanlegar til þriðja aðila nema með leyfi frá Tilverunni.
Kort og áskriftir verða gild strax við kaup og eru ekki framseljanlegar til þriðja aðila nema með leyfi frá Tilverunni.
Tilveran áskilur sér rétt til að fella niður tíma/námskeið ef aðstæður breytast.
Veikindi og meiðsli: Ef iðkandi getur ekki nýtt kort sitt vegna veikinda eða meiðsla verður það tekið til skoðunar og metið í sameiningu þjálfara og iðkanda.
Endurgreiðslur: Kort eru ekki endurgreidd, en hægt er að semja um inneign til að nýta síðar ef haft er samband með a.m.k 24 klst. fyrirvara fyrir fyrstu komu. Ef hækkar í millitíðinni ber iðkanda að greiða mismuninn.
Skráning í tíma: Ef iðkandi hyggst mæta í tíma þarf að skrá sig inn á heimasíðu Tilverunnar. Skráning opnar viku fram í tímann. Með kortum/áskriftum getur þú mætt í tíma sem þú hefur skráð þig í fyrirfram. Þjálfarar hafa leyfi til að vísa óskráðum iðkendum frá.
Afbókanir í tíma: Vinsamlegast athugið að mikilvægt er að afbóka bókaðann tíma ef þú hættir við að mæta svo aðrir iðkendur geti nýtt sér tímann. Afbókun verður að eiga sér stað eigi síðar en fjórum klst fyrir tímann.
Það eru aðeins 14 – 16 pláss í hverjum tíma, svo mikilvægt er að afskrá sig ef þú ætlar ekki að mæta svo aðrir geti nýtt plássið.
Trúnaður: Allar upplýsingar sem kaupandi gefur upp við kaup á aðgangi að Tilverunni eru trúnaðarmál og verða ekki veittar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
A.T.H: Tilveran birtir reglulega myndir og myndskeið úr tímum á samfélagsmiðlum. Með kaupum á kortum er gert ráð fyrir að iðkendur samþykki það og samþykki einnig að fá tilkynningar í tölvupósti um tilboð, nýjungar og viðburði á vegum Tilverunnar. Ef iðkandi vill ekki að myndefni birtist af sér á miðlum ber honum að láta vita með tölvupósti eða í gegnum Messenger.