Tilveran

Barre Balance – hefst 3 des. kl. 12

Barre Balance – hefst 3 des. kl. 12

Námskeið hefst:

03/12/2024

16.490 kr.

7 sæti laus

Námskeið fyrir konur á öllum aldri sem vilja bæta styrk, hreyfigetu og liðleika líkamans.

Deila á Facebook

Nánari upplýsingar

Barre er einstök líkamsrækt sem sameinar æfingar úr ballett, pilates og jóga. Æfingakerfið hefur náð gríðalegum vinsældum á undanförnum árum enda áhrifaríkt æfingakerfi. Lotte Berk er upphafskona Barre líkamsræktar kerfisins. Lotte Berk var sjálf með bakgrunn sem ballettdansari og eftir að hafa orðið fyrir bakmeiðslum þá setti hún saman þekkingu sína úr dansi, pilates og öðrum stoðkerfis æfingum til að hjálpa sér að ná aftur fyrri styrk og liðleika. Hver er ávinningur við Barre þjálfun? Styrkir kjarnavöðva og hjálpar til við að byggja upp styrk í kvið og mjóbaksvöðvum. Sterkur kjarni er undirstaða stöðugleika og jafnvægis. Bætir liðleika og hreyfigetu þar sem æfingar innihalda góða blöndu af teygjum og styrktaræfingum. Bætir jafnvægi og samhæfingu þar sem æfingar krefjast athygli og virkni og eru settar saman af mörgum mismunandi hreyfingum. Tónar vöðva líkamans þar sem hreyfingar beinast að því að styrkja vöðva í lengingu og að einangra þá vöðva sem unnið er með. Svo er Barre eins og flest önnur hreyfing góð fyrir andlega líðan. Það er mikil áhersla á rétta líkamsbeitingu og virkni í æfingum sem og rétta öndun. Æfingarnar eru krefjandi og þar af leiðandi ert þú að efla þrautseigjuna í hverri æfingu.