Föstudaginn 20. des verður Pop up tími í Barre í Tilverunni með Írisi Ásmundardóttur. Tíminn er ókeypis fyrir alla með kóðanum POPUP100
Deila á Facebook
Nánari upplýsingar
Föstudaginn 20. des verður Pop up tími í Barre í Tilverunni með Írisi Ásmundardóttur. Tíminn er ókeypis fyrir alla en skráning fer fram í gegnum heimasíðu Tilverunnar tilveranheilsusetur.is. Það eru aðeins 14 pláss laus í tímann og fyrstur kemur fyrstur fær en jafnframt er nauðsynlegt að afskrá sig úr tíma ef eitthvað breytist svo aðrir geti nýtt sér hann.
Hver er Íris?
Íris Ásmundar er uppalin í Hafnarfirði, byrjaði þar ung að dansa og vissi strax að dansinn væri hennar griðastaður. Hún flutti til London 18 ára til að stunda nám við Rambert School of Ballet and Contemporary Dance, og útskrifaðist þaðan með first class BA gráðu. Samhliða náminu í London sótti hún einnig kennararéttindi hjá The Barre Collective í London. Hún dansaði síðar með Emergence Postgraduate Dance Company í Manchester þar sem hún öðlaðist MA gráðu í ‘Performance and Professional Practices’. Íris hefur unnið að hinum ýmsu dans – og lista verkefnum, erlendis og á Íslandi, bæði sem dansari og danshöfundur, ásamt kennslu við Listaháskóla Íslands og fleiri staði.
Íris hefur einnig mikla unun af því að hjálpa fólki að tengjast við líkamann sinn og hreyfingar í gegnum barre, þar sem hún nær einnig að flétta inn ástríðu sína af dansinum.