Tilveran

Hreyfing og kvenheilsa

Hreyfing og kvenheilsa

Gulla og Lydía fengu líkamsræktardrottninguna Aðalheiði Jensen í þáttinn. Aðalheiður hefur verið líkamsræktarþjálfari í fjölmörg ár. Fyrst var hún barnajógakennari, svo með námskeiðið Kröftugar konur en mun í ágúst opna sína eigin stöð, Tilveruna heilsusetur. Þar mun hún bjóða upp á ýmisskonar námskeið, t.d. Kröftugar konur, Barre og Rope jóga.

Aðalheiður lætur sig konur varða og hennar aðaláhugamál er hreyfing og heilsa kvenna. Í einlægu spjalli segir hún frá þessu áhugamáli sínu og þeim verkefnum sem hún er að fást við þessa dagana. Við tölum meðal annars um hreyfingu, tíðahringinn, breytingarskeiðið, sjálfsást og nornir. Gjörið svo vel!

Deila :