einkaþjálfun
- Heim
- Einkaþjálfun
Einkatímar stoðkerfisgreining og streitustjórnun
Viltu auka liðleika og styrk, vinna bug á verkjum og stoðkerfisvanda, læra inn á öndun og taugakerfið og hvernig þú getur komið þér í betra líkamlegt og andlegt jafnvægi.
Þá er einkatími og persónuleg nálgun fyrir þig.
Eigandi og þjálfari Tilverunnar, Aðalheiður Jensen, býður upp á einkatíma í stoðkerfislausnum, streitustjórnun, liðleika og styrktarþjálfun sem og kennslu í öndun og fræðslu um taugakerfið.
Einkatímar Dansmeðferð
Vilt þú vinna í sjálfs-uppgvötun, tjáningu, tilfinningavitund, tilfinningalosun, sjálfsmati, líkamsímynd og fleiru persónulegu í gegnum dans og hreyfingu.
Heildræn nálgun
Dans- og hreyfimeðferð er heildræn nálgun sem samþættir hreyfingu, listræna tjáningu og sálræna-nálgun til að ýta undir tilfinningalega, líkamlega, og andlega vellíðan.
Persónulegur stuðningur
Hér eru einstaklingar leiddir af Alexöndru Mekkín Pálsdóttur, MA. úr Dance Movement Therapy frá SRH háskólanum í Heidelberg, í gegnum fjölbreyttar dans- og hreyfi æfingar þar sem skjólstæðingar fá tækifæri til að vinna úr tilfinningum og rækta sjálfsvitund í öruggu og styðjandi umhverfi með persónulegum stuðning og sérsniðnum íhlutunum sem henta þér og þínum markmiðum.
Ávinningur af einstaklingstímum
Persónulegur stuðningur; fáðu einstaklingsbundna athygli og persónulegar leiðbeiningar.
Sérsniðin íhlutun; Sjálfsskoðun i gegnum íhlutun sem sérstaklega tengjast þínum markmiðum.
Tilfinningalosun; losaðu um spennu, streitu og meðvitaðar og ómeðvitaðar tilfinningar í gegnum hreyfingu og tjáningu.
Sjálfskönnun; dýpkaðu sjálfsvitund, afhjúpaðu ómeðvituð mynstur og upplifðu aukið sjálfsálit í gegnum innlifaða reynslu líkamans.
Huga-og líkamstenging; styrking á tengslum líkama og huga, stuðlað að heildrænni vellíðan í líkama og sál.
fyrir hverja er einstaklingsþjálfun?
Ef þú upplifir streitu í daglegu lífi, upplifir aftengingu líkama og huga og vilt vinna á grundvelli líkamans til að tengjast aftur, þú upplifir tilfinningar sem þú vilt losa um eða átt erfitt með að tjá í orðum, ef þú vilt róa taugakerfið, upplifa núvitund og vellíðan í gegnum hreyfingu, ef þú þarft aðstoð og persónulegan stuðning við sjálfskoðun og fleira.
fleiri áskoranir
Ef þú ert með greiningar eða aðrar andlegar áskoranir, ert þú einnig velkomin í einkatíma – en er mælt með að vera einnig í sjálfsvinnu hjá sálfræðingi eða öðrum meðferðaraðila. Einkatímar geta verið hentugir sem auka-meðferð meðfram annarri meðferð eða fyrir þá sem eru lengra komnir í bata og vinnu í gegnum andlegar áskoranir