Tilveran

Einkatímar

Einkatímar stoðkerfisgreining og streitustjórnun

Viltu auka liðleika og styrk, vinna bug á verkjum og stoðkerfisvanda, læra inn á öndun og taugakerfið og hvernig þú getur komið þér í betra líkamlegt og andlegt jafnvægi.

Þá er einkatími og persónuleg nálgun fyrir þig.

Eigandi og þjálfari Tilverunnar, Aðalheiður Jensen, býður upp á einkatíma í stoðkerfislausnum, streitustjórnun, liðleika og styrktarþjálfun sem og kennslu í öndun og fræðslu um taugakerfið.

Heilsu og lífsráðgjöf

Stendur þú á tímamótum í lífinu? Viltu bæta lífsstílinn eða viltu öðlast dýpri skilning á eigin líðan?

Heildræn nálgun & persónulegur stuðningur

Ég býð upp á sérsniðna heilsu- og lífsráðgjöf sem hjálpar þér að finna innri áttavita að betra jafnvægi, aukinni vellíðan og árangri í lífi og starfi.