Lokað námskeið fyrir unglinga þar sem farið er í styrkjandi og liðkandi Barre og Pilates æfingar. Æfingarnar styrkja líkamann á mjúkan og öruggan hátt, bæta stöðu og líkamsbeitingu og auka liðleika. Við eflum líkamsvitund og líkamsbeitingu þar sem við byggjum upp grunnstyrk sem hjálpar í daglegu lífi og öðrum íþróttum. Auk þess styrkir regluleg hreyfing sjálfstraust, vellíðan og orkustig og gerir líkamann tilbúinn fyrir allt sem lífið býður upp á.