Hlédrag í ævintýra húsinu Hól á Siglufirði
Vilt þú verja með okkur dásamlegri helgi þar sem við slökum á, nærum líkama og sál og njótum þess að vera saman?
Ævintýrahúsið Hóll á Siglufirði býður upp á einstakt rými fyrir kyrrð, hreyfingu og slökun. Húsið er fullbúið með öllu því sem við þurfum: rúmgóðum herbergjum, setlaug, sánu og hlýlegu og fallegu umhverfi sem nærir okkur á öllum sviðum.

Innihald helgarinnar
- Náttúrugöngur í dásamlega landslagi Siglufjarðar
- Pilates & Barre til að koma hreyfingu á líkamann
- Yoga Nidra sem ýtir undir djúpslökun og róar taugakerfið
- Öndun og áhrif hennar á líðan – fræðsla og æfingar
- Taugakerfið og hvernig getum komið því í jafnvægi – fræðsla
- Mobility liðleika og styrktaræfingar sem mýkja líkamann
- Dýrindis fæði samsett af morgunmat, hádegismat og kvöldmat
- Gjafapoki með glaðning sem nýtist þér yfir helgina
Þú munt einnig hafa nægt rými til þess að vera ein með sjálfri þér.
Þú hefur þetta allt eftir þínum hentugleika.
Auka dekur fyrir þær sem vilja
Fyrir þær konur sem vilja gefa sér smá extra er hægt að panta tíma í Craniosacral meðferð (höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð) yfir helgina. Þetta eru einstaklingsmeðferðir sem styðja við ró taugakerfisins, losa um spennu og auka vellíðan.
Gisting og aðstaða
Við bjóðum upp á gistingu fyrir allt að 20 konur. Öll rúmin eru þægileg og vel útbúin sameiginleg baðherbergi á hverjum svefngangi fyrir sig sem og auka sturtur og baðherbergi á neðri hæð hússins.
10 x tveggja manna herbergi (Tvö herbergjana eru einnig með þægilegum svefnsófa sem gæti nýst sem rúm fyrir þriðju manneskjuna ef einhverjar kjósa að vera þrjár í herbergi)

Fyrir hverjar er hlédragið
Fyrir allar þær konur sem vilja hægja á, tengjast sjálfum sér og kynnast öðrum konum í svipuðum hugleiðingum. Hvort sem þú ert vön hreyfingu eða ekki, ert að leita að djúpri hvíld og innri næringu eða vilt eiga gæðastund með vinkonum – þá er þetta helgin þín. Þetta er hugsað sem gott start fyrir komandi vetur.
Aðalheiður Jensen eigandi Tilverunnar Heilsuseturs á Garðatorgi sér um fræðslu og æfingar
Þóra Sigurðardóttir jógakennari Tilverunnar sér um yoga nidra djúpslökun
Rut Karlsdóttir Cranio meðferðaraðili verður á staðnum og býður upp á meðferðir fyrir áhugasama (Greitt sér)
—————————————————————————
Snemmskráning (Early bird) – 149.000 kr
Gildir til 6. ágúst.
Almennt verð – 169.000 kr
Eftir 6. ágúst.