þjálfarar
- Heim
- þjálfarar
fjölbreytt þekking
Aðalheiður Jensen – Eigandi og yfirþjálfari
Er uppalin á Fáskrúðsfirði og fluttist suður um aldamótin. Hún hefur alla tíð verið tengd inn í íþróttir og byrjaði ung að keppa í frjálsum. Hún leiddist svo í líkamsræktar heiminn eftir að hún varð móðir og tók þátt í ýmsum fitnesskeppnum. Hún er kennari með diplómu í jákvæðri sálfræði frá Hí. Hún er með kennararéttindi í Rope yoga, Yoga barna og unglinga, Barre kennslu sem og diplómu í lífsráðgjöf. Síðustu 6 ár hefur hún starfað sem heilsuráðgjafi og yfirþjálfari hjá heilsurækt í Reykjavík. Hún brennur fyrir því að hjálpa fólki að bæta líkamlega og andlega heilsu sína með öllum þeim verkfærum sem hún hefur sankað að sér í gegnum lífið.
Leyndur hæfileiki: Smiðsauga og að vita allt áður en það gerist.
Aðalheiður Jensen
Eigandi og þjálfari
Þórleif Sigurðardóttir – Yin yoga, Yoga Nidra og Power yoga
Er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún byrjaði snemma að fá áhuga á hreyfingu og dans og
stundaði jazzballet af krafti á unglingsárum. Hún flutti til Danmerkur eftir menntaskólann og lauk
þar námi í útstillingahönnun og fór síðan í auglýsinga hönnunarnám í Florida strax í kjölfarið. Hún kynntist jóga fyrst árið 2009 og fann að þar var eitthvað sem hún tengdi við. Hún lauk kennaranámi í Power yoga og yoga Nidra árin 2022 -2023 og hefur verið að kenna það síðan. Hennar ástríða er að hjálpa fólki að líða vel í líkama og sál og það besta finnst henni að sjá vellíðan í andlitum fólks eftir hvern yoga tíma.
Leyndur hæfileiki: Getur tekið hluti upp af gólfinu án þess að nota hendur og fætur.
Þórleif Sigurðardóttir
Jóga
Íris Ásmundar – Barre
Íris Ásmundar er uppalin í Hafnarfirði, byrjaði þar ung að dansa og vissi strax að dansinn væri hennar griðastaður. Hún flutti til London 18 ára til að stunda nám við Rambert School of Ballet and Contemporary Dance, og útskrifaðist þaðan með first class BA gráðu. Samhliða náminu í London sótti hún einnig kennararéttindi hjá The Barre Collective í London. Hún dansaði síðar með Emergence Postgraduate Dance Company í Manchester þar sem hún öðlaðist MA gráðu í ‘Performance and Professional Practices’. Íris hefur unnið að hinum ýmsu dans – og lista verkefnum, erlendis og á Íslandi, bæði sem dansari og danshöfundur, ásamt kennslu við Listaháskóla Íslands og fleiri staði.
Leyndur hæfileiki; Skrifar ljóð á hinum ýmsu tungumálum
Íris Ásmundar
Barre
Svava Marín Óskarsdóttir
Barre
Kristjana Steingrímsdóttir – oftast kölluð Jana, Jógakennari fyrir 60+ og heildrænn heilsuráðgjafi Ég er fædd og uppalin í Reykjavík og hef frá unga aldri haft djúpan áhuga á öllu sem tengist heilsu, næringu og heilbrigðum lífsstíl. Árið 2008 kynntist ég jóga og hóf að stunda það reglulega. Áhuginn þróaðist yfir í dýpri köllun og ég lauk 200 tíma Ashtanga Vinyasa jógakennaranámi. Eftir að hafa flutt aftur til Íslands með fjölskyldunni árið 2022, bætti ég við mig réttindum í Yoga Nidra og hef síðan þá einbeitt mér að því að kenna jóga fyrir 60 ára og eldri – með áherslu á mildi, líkamlega vellíðan og tengingu við eigin líkama og lífskraft. Í dag fæ ég að sameina það sem ég elska mest: Að elda hollan og næringarríkan mat, fræða um heilbrigðan lífsstíl, og leiða jógatíma þar sem innri ró og sjálfsrækt eru í forgrunni – í hlýju og nærandi umhverfi Tilverunnar.
Kristjana Steingrímsdóttir
Jóga 60+