Innri styrkur er blanda af styrktaræfingum fyrir kvið og mjaðmir sem gerðar eru til að ná dýpri tengingu við djúpvöðva mjaðmagrindarinnar sem og æfingar til að auka liðleika og losa um bandvef. Allar æfingar eru gerðar í takt við öndun og því er þetta eins og hugleiðsla á hreyfingu. Æfingar sem henta vel fyrir þá sem eru að eiga við stoðkerfisverki tengdu baki og öxlum sem og öllum þeim sem vilja styrkja stoðir líkamans.
Yin yoga eru tímar eru rólegir og reyna minna á styrk. Unnið er með bandvefinn í gegnum djúpar teygjur í takt við rólega öndun til að framkalla meiri slökun inn í vöðva og vefi líkamans. Stöðum er haldið í eina til fimm mínútur og eru framkvæmdar sitjandi eða liggjandi. Yin yoga eru tímar þar sem þú róar huga og líkama og andar í vitund í þægilegum stöðum og teygjum.
Barre er einstök líkamsrækt sem sameinar æfingar úr ballett, pilates og jóga. Æfingakerfið hefur náð gríðalegum vinsældum á undanförnum árum enda áhrifaríkt æfingakerfi. Lotte Berk er upphafskona Barre líkamsræktar kerfisins. Lotte Berk var sjálf með bakgrunn sem ballettdansari og eftir að hafa orðið fyrir bakmeiðslum þá setti hún saman þekkingu sína úr dansi, pilates og öðrum stoðkerfis æfingum til að hjálpa sér að ná aftur fyrri styrk og liðleika.
Yoga Nidra er ævaforn hugleiðslu og djúpslökunaraðferð sem örvar líffræðilega ferla svefnsins. Þar er unnið mitt á milli svefns og vöku eða í svokölluðum “jógískum svefn” Yoga Nidra losar um streitu og bætir svefn. Yoga Nidra er framkvæmt í liggjandi stöðu þar sem iðkandi er umvafinn í teppi og leiddur inn í Nidra hugleiðslu sem kemur þér í viðeigandi ástand þar sem líkami og hugur fær heimild til að gefa eftir.
Power yoga er kraftmikið yogaflæði þar sem lögð er áhersla á styrk, úthald og flæði úr einni æfingu í aðra. Æfingarnar tengja saman öndun og stöður á dínamískan hátt, sem hjálpar til við að byggja upp vöðva, bæta liðleika og hreyfanleika líkamans.
Fyrirætkjaprógram Tilverunnar er sérsniðið fyrir hópa innan fyrirtækja. Markmiðið er að færa líkamsræktina nær þeim sem starfa í krefjandi umhverfi og hafa minni tíma. Við komum á staðinn þar sem við keyrum tímann og lágmörkum þannig tímann sem fer í heilandi líkamsrækt.